FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja fjórðungi þessa árs, sem var í takt við væntingar og spár greiningardeilda. Meðalspá þeirra hljóðaði upp á rúmra 27,5 milljarða króna tap á tímabilinu. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segir í samtali við Viðskiptablaðið að afkoman sé í takti við væntingar. "Þessi niðurstaða endurspeglar þær sveiflur sem hafa verið á alþjóðlegum mörkuðum, þannig að ég held að þetta komi engum á óvart," segir hann.

Sjá nánari umfjöllun í Viðskiptablaðinu.