Hæstaréttarlögmaðurinn, Hjörleifur B. Kvaran, segir möguleika vera á að fara fram á endurupptöku í skattamáli skjólstæðings síns. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Hæstiréttur dæmdi manninn til að greiða skatta vegna vinnu hans á skipi sem get var út í Máritaníu frá 20016 til 2010. En maðurinn dvaldi á þessum árum að jafnaði 240 til 260 daga á ári utan Íslands og hafði heldur ekki lögheimili hér á landi.

Að sögn Hjörleifs sinntu íslensk yfirvöld ekki lögbundinni rannsóknarskyldu í málinu. Skattrannsóknarstjóri ákvað að hefja rannsókn á málinu árið 2012 og fór hann fram á að maðurinn sýndi vottorð um búsetu í Máritaníu sem maðurinn síðan gerði. Í kjölfarið sagði skattrannsóknarstjóri að umrætt vottorð sé ekki marktækt.