Hæstiréttur kvað upp dóm í gær um að endurútreikningar Landsbankans á gengisláni til Atlantsolíu hefðu verið löglegir.

Málið snérist um hvort að aðstöðumunur hafi verið á milli Atlantsolíu og Landsbankans. Talið er að ef þessi aðstöðumunur sé til staðar þá hafi Landsbankanum verið óheimilt að krefja Atlantsolíu um viðbótarvexti af gengisláni sem þeir voru með hjá Landsbankanum.

Málið var upphaflega flutt í Hæstarétti þann 10. september sl. en var endurflutt 1. október af beiðni réttarins, en dómurum var fjölgað úr þremur í fimm. Í tilkynningu sem Félag atvinnurekenda sendu frá sér við flutning málsins þann 1. október segir að málið geti verið fordæmisgefandi og varði gríðarlega hagsmuni fyrir fyrirtæki af svipaðri stærð og Atlantsolía. Ef Atlantsolía verði talin of stórt fyrirtæki til að fá viðbótarvextina endurgreidda gæti það haft fordæmi fyrir fyrirtæki af svipaðri stærð.