*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 14. apríl 2018 14:26

Endurvekja einkennisbúninga

Arion banki hyggst loka útibúum í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Ólafsfirði og taka á ný upp einkennisbúninga í öðrum.

Ingvar Haraldsson
Útibú Arion banka á Ólafsfirði er eitt þeirra sem verður lokað í breytingum sem útibú bankans ganga nú í gegnum.
Haraldur Guðjónsson

Arion banki hyggst endurvekja einkennisbúninga fyrir starfsmenn útibúa fyrirtækisins.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir þetta hluta af breytingum sem séu að verða á útibúum bankans. Starfsmenn verði í auknum mæli á gólfinu en ekki á bak við afgreiðsluborð.

Því þurfi viðskiptavinir að geta aðgreint starfsmenn útibúsins frá öðrum viðskiptavinum. Bankinn hyggst loka útibúum sínum í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Ólafsfirði á næstunni.