*

mánudagur, 15. júlí 2019
Erlent 18. apríl 2016 16:10

Endurvinna tonn af gulli

Apple hefur endurunnið tonn af gulli úr gömlum iPhone snjallsímum.

Ritstjórn
epa

Samtals hefur tæknirisinn Apple endurunnið heilt tonn af gulli úr gömlum og brotnum iPhone-snjallsímum. Eitt tonn er rétt tæplega 5 milljarða króna virði. Þetta kemur fram í umhverfisábyrgðarskýrslu sem fyrirtækið gefur út árlega.

Gull er notað í mörgum neytendavörum sem byggjast á flóknari raftækni, þar eð málmurinn leiðir rafmagn einstaklega vel og tærist nánast alls ekki. Silfur er raunar betri rafleiðir, en frumefnið tærist fremur hratt, svo það er ekki jafn hentugt.

Fyrirtækið hefur þá einnig tekið í notkun vélmenni sem kallast Liam - þótt þau séu aðeins á tilraunastigi enn sem komið er - sem rífa gamla síma í sundur og flokka þá í einingar til endurvinnslu og endurnýtingar.

Stikkorð: Apple Gull iPhone Endurvinnsla
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is