Linnulaus áhugi Baugs á breskum smásöluverslunum hefur gert mikið fyrir upplífgun verslunargeirans en nýjasta yfirtökuboð Baugs í House of Fraser sýnir einnig nýja hlið fjármögnunar fyrirtækja, segir í frétt Financial Times.

Aðilarnir sem koma að kauptilboðinu eru ekki aðeins góðkunningjar Baugs í FL Group og skoski vinur þeirra Sir Tom Hunter, heldur einnig tveir fjárfestar sem áður hafa hagnast á viðskiptum við Baug, segir í fréttinni.

Donald McCarthy er annar þeirra, en hann hefur byggt upp stórveldi í skósölu í London. McCarthy hagnaðist um 17,7 milljarða króna í júní þegar hann seldi tískufyrirtækið Rubicon Retail til Mosaic, sem er í eigu Baugs.

Hinn aðilinn er Kevin Stanford sem hagnaðist um 5,2 milljarða króna þegar hann seldi Baugi hlut sinn í Karen Millen tískuvöruverslunarinnar.

Það verður að teljast stórmerkilegt að fyrirtæki noti fé sem þegar hefur verið greitt einu sinni til að fjármagna aðrar fjárfestingar, slík endurvinnsla fés mun eflaust vekja öfund annara fjárfestingafyrirtækja, segir í fréttinni.