*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 1. febrúar 2017 13:20

Endurvinnsla á Grundartanga gjaldþrota

Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf sem endurvinnur stál á Grundartanga hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir fjögurra ára rekstur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtæki sem endurvann stál sem fellur til hér á landi á Grundartanga hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 

Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. hafði þá sagt upp 17 starfsmönnum sínum en fyrir helgi sagði Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að óvissa ríkti um reksturinn.

Þá hafði RARIK haft lokað fyrir rafmagn til félagsins í nokkrar vikur vegna vangoldinna reikninga, að því er segir í frétt Vísis um málið.

Einnig hafði Umhverfisstofnun ítrekað gert athugasemdir við starfsemi fyrirtækisins og skráð yfir 20 frávik frá starfsleyfi, svo það sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í ásættanlegt horf.

„Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi,“ er haft eftir Daða í frétt Vísis. 

„Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn."

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is