Endurvinnslan tapar tugum milljóna á ári hverju vegna þess að margt fólk ýkir fjölda umbúða sem það skilar og sum drykkjarvörufyrirtæki vanmeta framleiðsla. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Svindlið hefur vaxandi og áformar fyrirtækið nú að tæknivæða móttöku umbúða til að bregðast við. Þá er íhugað að segja upp samningi við Sorpu um móttöku umbúða.

Í Fréttablaðinu er haft eftir Helga Lárussyni, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar, að drykkjarframleiðendur hafi orðið uppvísir að því að segjast framleiða mun færri umbúðir en þeir gera í raun og veru, og þurfi þar af leiðandi að greiða mun minna fyrir endurvinnslu umbúðanna en þeir ættu að gera.