Hjá Förgun ehf. í Flóahreppi á Suðurlandi, sem áður hét Kjötmjöl ehf., er að hefjast sala á dýrafitu til lífdísilframleiðslu sem hægt verður að nota á flestar gerðir dísilvéla. Guðmundur Tr. Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands, sem er hluthafi í Förgun, segir að í þetta verði nýtt dýrafita úr sláturdýrum sem falli til í umtalsverðu magni.

"Við höfum gert þetta áður með góðum árangri. Nú eru aðstæður að breytast sem gera framleiðslu á lífdísil fýsilegri en áður. Í verksmiðju Förgunar endurheimtum við prótín og fitu. Vatnið er fjarlægt og það sem eftir verður er gerilsneytt í miklum hita. Út úr þessu kemur fljótandi fita og mjöl. Mjölið höfum við mikið verið að selja í áburðarverkefni hér innanlands til Hekluskóga og Landgræðslunnar," segir Guðmundur. Um helmingur af hverju dýri sem fer til vinnslu fer í úrgang svo að Förgun ehf. er að fá til sín þúsundir tonna á hverju ári.

-Nánar í Viðskiptablaðinu