Í dag eru gerðar kröfur um að forstjórar séu fyrirmyndir á fleiri sviðum en bara hvernig leiða skal fyrirtæki. Lífstíll spilar þar inn í. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar hjá Center for Creative Leadership sem birtust í The Wall Street Journal .

„Þyngd starfsmanna, jafnt yfirmanna sem almennra starfsmanna er enn tabú á vinnustöðum en sé starfsmaður í yfirþyngd koma upp efasemdir um almenna heilsu hans og úthaldi til að sinna krefjandi starfi,“ segir Barry Posner, prófessor við viðskiptaháskólann  Leavey School of Business.

Prófessor Barry bætir við að hann geti ekki nefnt einn forstjóra í Fortune 500 sem er í yfirþyngd:„Vegna fitufordóma í samfélaginu þá er fyrstu viðbrögð fólks við forstjóra í yfirþyngd neikvæð.“