Reykjanesbær seldi í fyrra 16,5% hlut í HS veitum til Ursusar, félags í eigu Heiðars Más Guðjónssonar. Í dag á bærinn 50,1% hlut í orkufyrirtækinu.

Spurður hvort það komi til greina að selja aftur hlut í fyrirtækinu svarar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri: „Lögin kveða á um að opinberir aðilar verði að eiga meirihluta í félaginu og miðað við eignarhaldið í dag gætum við strangt til tekið selt um 15% hlut til einkaaðila en við höfum engan áhuga á því. HS veitur eru gott fyrirtæki sem við viljum eiga hluta í.“