Jóhannes Rúnarsson var á dögunum ráðinn framkvæmdastjóri Strætó en hann hefur lengst af starfað hjá Símanum við ýmis verkefni. Í frístundum ferðast hann mikið um landið en hætti öllum jeppaferðum eftir árið 2008.

Jóhannes er viðskiptafræðingur að mennt og hefur varið megn inu af starfsferli sínum hjá Síman­um allt frá því hann hóf störf hjá Póst og Símamálastofnun árið 1988.

„Ég byrjaði á fjármálasviði og vann m.a. við áætlanagerð og er þar til 1997 þegar ég tek við innkaupa stýringu Póst og Síma hf.,“ segir Jóhannes um upphaf starfsferils síns.

„Svo þegar Póstur og Sími er slitinn í sundur þá tók ég við starfsmanna málum fyrir það sem hét Landssíminn og er í því meira og minna þar til ég hætti. Frá 2003 sat ég í framkvæmdastjórn Símans og svo í framkvæmdastjórn Skipta þegar það varð til árið 2007, en það var lagt niður í febrúar á síðasta ári. Þá hætti ég og byrja hjá Strætó sem sviðsstjóri rekstrarsviðs formlega í júlí en kem að fullu til starfa um miðjan september. Síðan kem ég inn í framkvæmdastjórastarfið fyrir rúmri viku síðan.“

Spurður um áhugamálin segist hann hafa verið mikið í íþróttum þegar hann hafi verið yngri. Í dag stundi hann golf og útivist. Gangi á fjöll og stundi skíðamennsku.

„Ég var alltaf mikill áhugamaður um jeppa og fór mikið í slíkar ferðir á veturna þó það hafi dregið verulega úr því síðan 2008,“ segir Jóhannes en aðspurður segist hann engan jeppa eiga lengur. „Ég nota bara strætó.“

Lesa má viðtalið í heild í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .