Boeing fékk engar pantanir á flugvélum sínum í apríl en 108 afpantanir áttu sér þó stað með 737 MAX vélarnar mánuðinum samkvæmt frétt Reuters . Í tilkynningu Boeing í dag kom fram að að félagið sé einungis búið að skila af sér sex flugvélum í apríl og aðeins 56 á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 67% minna en á sama tíma í fyrra.

Boeing hefur fengið samtals 49 pantanir á flugvélum í ár. Hins vegar hefur félagið fengið 304 afpantanir á flugvélum á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Ef tekið er með afpantanir og pantanir frá fyrri árum sem félagið nær að öllum líkindum ekki að skila af sér þá þá eru nettó pantanir flugvéla hjá Boeing í ár neikvæðar um 516 flugvélar.

Boeing hefur gefið það út að allt að 160.000 starfsfólk fyrirtækisins eða um 10% af starfsafli þess verði sagt upp. Boeing lauk 25 milljónum dollara í skuldabréfaútboði þann 4. maí síðastliðinn til að auka lausafé félagsins.

Árið 2019 hafði verið það versta í nokkra áratugi hjá Boeing eftir kyrrsetningu 737 MAX vélanna sem endaði með uppsögn Dennis Muilenburg, þáverandi forstjóra fyrirtækisins.

Bréf Boeing tóku svo mikla dýfu eftir að Ríkisstjórn Bandaríkjanna lagði á flugbann þann 11. mars. Bréf Boeing voru metin á 343 dollara fyrir þann 13. maí fyrir ári síðan en skráð gengi þeirra í dag er í kringum 127 dollara.