Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun á Frjálsa lífeyrissjóðnum fyrir árið 2008 en skoðunin leiddi ekkert aðfinnsluvert í ljós í fjárfestingum sjóðsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem er í rekstri Nýja Kaupþings, vegna frétta um að Fjármálaeftirlitið hafi eftir rannsókn vísað málum fimm lífeyrissjóða til sérstaks saksóknara.

Þá kemur fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur á vefsíðu sjóðsins www.frjalsilif.is birt nákvæmasundurliðun á fjárfestingum sjóðsins fyrir og eftir bankahrunið.