Á stýrivaxtafundi Seðlabanka Íslands var tilkynnt um óbreytta vexti. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, svaraði í framhaldi spurningum og meðal annars hvað bankinn ætlaði sér að gera ef frumvarp fjármálaráðherra um gjaldeyrismál yrði að lögum.

Ávöxtunarkrafa alla ríkisskuldabréf hækkaði verulega í síðustu viku og hækkanirnar voru raktar til frumvarps fjármálaráðherra.