Járnfrúin ehf. var tekin til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. janúar 2010 . Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptum í búinu hafi verið lokið 23. nóvember og fundust engar eignir í því. Lýstar kröfur í búið námu hins vegar liðlega 151 milljón króna. Járnfrúin ehf. var eignarhaldsfélag, stofnað vorið 2006, en tilgangur félagsins var m.a. kaup og sala hlutabréfa, fjárfestingarstarfsemi, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Í rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um Pennann og tengd félög er greint frá því hverjir eigendur hans voru en Járnfrúin var þá skráð fyrir 3,1% eignarhlut í Pennanum.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.