Engar eignir fundust upp í kröfur í þrotabú félagsins Ramla ehf. Félagið var í eigu Almars Arnar Hilmarssonar, fyrrverandi forstjóra norræna flugfélagsins Sterling og Iceland Express. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 2. maí síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum á þrotabúinu lauk 18. nóvember síðastliðinn. Lýstar kröfur námu 32,6 milljónum króna.

Samkvæmt síðasta uppgjöri Ramla fyrir uppgjörsárið 2011 var tæplega 12,2 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Eignir námu 240 þúsund krónum og voru þær að mestu skammtímakröfur upp á tæpar 237 þúsund. Skuldir námu rúmum 1,5 milljónum króna. Eigið fé í lok árs 2011 neikvætt um 1,3 milljónir.