Engar eignir fundust í Svínabúinu Brautarholt ehf. Lýstar kröfur námu alls nærri 600 milljónum króna, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars á síðasta ári og var þá Guðrún H. Brynleifsdóttir hrl. skipuð skiptastjóri.

Á annarri kennitölu

Þetta var í annað sinn sem svínabúið í Brautarholti varð gjaldþrota, en fyrst fór það í þrot árið 2003.

Arion banki var stærsti lánveitandi félagsins og ljóst að bankinn tekur á sig hundruð milljóna tap vegna rekstursins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.