Engar eignir eru til upp í kröfur í þrotabúi einkahlutafélagsins Sólmons. Félagið var í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns og námu kröfur í það 3,3 milljörðum króna. DV segir svo virðast sem félagið hafi verið stofnað til að eiga viðskipti með hlutabréf FL Group.

Sólmon var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra og lauk skiptum í lok síðasta mánaðar.

Magnús var á meðal helstu viðskiptafélaga Hannesar Smárasonar fyrir hrun og löngum talinn með í flokki útrásarvíkinganna svokölluðu. Hann átti nokkur félög, þar á meðal Magga, Materia Invest, MogS og Imon. Imon var stærsti hluthafi Byr sparisjóðs. Félagið fékk 9 milljarða kúlulán hjá Landsbankanum þremur dögum fyrir bankahrun bankans til að kaupa hlutabréf bankans.

Í lok árs 2007 námu skuldir félaga Magnúsar samtals 24 milljörðum króna.

stjórn 365
stjórn 365
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Magnús Ármann var um tíma stjórnarmaður í 365.