*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 8. október 2019 15:55

Engar flugferðir Wow á áætlunum Dulles

Fullyrðingar Ballerin um flug í þessum mánuði ekki staðfestar af flugmálayfirvöldum Dulles flugvallar.

Ritstjórn
Á blaðamannafundi um endurreisn Wow air var flugvélalíkan í litum félagsins á borðinu hjá forsvarsmönnum US Aeorospace Associates.
vb.is

Flugmálayfirvöld á Dulles flugvelli við Washingtonborg segja engin flug á áætlunum vallarins frá endurreistu Wow air né nokkur ný flugþjónusta í startholunum í að vera tilkynnt. Flugmálayfirvöldin staðfesta þó að haldinn hafi verið könnunarfundur um málið í ágústmánuði að því er fram kemur á vefnum simpleflying.com.

Stangast þetta á við fullyrðingar Michele Ballarin, eða Michelle Roosevelt Edwards eins og hún kallar sig víst nú, og félags hennar, US Aerospace Associates, um að til standi að fyrsta flug hins endurreista félags verði í þessum mánuði.

Tekið er fram að mögulega hafi verið átt við aðra flugvelli á Washington svæðinu, en þó er bent á að Ronald Reagan flugvöllur er miðaður við innanlandsflug. Sagt var frá því í fréttum í lok septembermánaðar að ekki hafi enn verið sótt um brottfarar- og lendingarleyfi fyrir mögulegt endurreist félag á hvorki Dulles né Keflavíkurflugvelli.

Í byrjun mánaðarins, nánar tiltekið þann 11. september, sagði hins vegar Páll Ágúst Ólafsson lögmaður Ballarin að vefsíða endurreists félags Wow air myndi opna á ný og fljótlega yrði hægt að kaupa miða.

Hér má lesa frekari fréttir um hugmyndir um ný félög á grunni hins gjaldþrota Wow air: