*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 31. júlí 2020 18:32

Engar flugsamgöngur á Grænhöfðaeyjum

Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri Capo Verde Airlines, segir að viðræður standi enn yfir milli hluthafa félagsins varðandi langtíma fjármögnun þess.

Ritstjórn

Áfram er unnið að framtíðar fjármögnun flugfélagsins Capo Verde Airlines en íslenskir fjárfestar undir forystu Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, tóku við stjórnartaumunum í félaginu í fyrra. Frá þessu er greint á vef Túrista.

Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri Capo Verde Airlines, segir í svari til Túrista að viðræður standi enn yfir milli hluthafa félagsins varðandi langtíma fjármögnun þess.

Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar voru allar ferðir Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum felldar niður þann 18. mars sl. og segir Erlendur að vonir standi til að opnað verði fyrir einhvern fjölda flugferða í ágúst.

Hann bendir þó á að óvissa ríki um hvaða takmarkanir verði á flugi Afríkuþjóða til Evrópu og Brasilíu en viðskiptamódel Capo Verde Airlines byggir á áætlunarflugi til fjögurra heimsálfa. Þannig fljúga þotur félagsins til áfangastaða í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og svo innan Afríku.