Engar fréttir hafa birst á fréttasíðu DV frá því kl. 06 í morgun, en mikil ólga er meðal starfsmanna blaðsins eftir starfsmannafund í morgun.

Starfsmenn DV kröfðust þess á fundinum að fráfarandi ritstjóri, framkvæmdastjóri og ritstjórn blaðsins yrðu beðin opinberlega afsökunar á framkomu nýkjörinnar stjórnar DV, að sögn Ingibjargar Kjartansdóttur aðstoðarritstjóra DV.

Þá krefjast starfsmenn þess að boðuð rannsókn á faglegu starfi og rekstri félagsins verði látin niður falla. Ingibjörg sagði að enginn starfsmaður muni vinna fyrr en svör hafa fengist við kröfunni.