Lítið er um breytingar milli kannanna Gallup sem framkvæmdi könnun 1. til 29. desember þar sem að helstu tíðindin eru þau að Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og er fylgi flokksins því nú ríflega 7 prósent ef gengið væri til kosninga nú.

Hins vegar er ekki tölfræðilega marktæk breyting milli fylgi flokka milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni, og hlyti 29 prósent atkvæða, en það er einmitt prósentutalan sem flokkurinn hlaut í kosningunum í október.

Vinstri græn sem að hlaut 15,9 prósent atkvæða í kosningunum eru þó nú með um 20 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. 14,6 prósent sögðust kjósa Pírata, nær 9 prósent Framsókn og svipað hlutfall sagðist kjósa Bjarta framtíð ef gengið væri til kosninga nú og ríflega 2 prósent flokk fólksins.

Liðlega 7% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og rúmlega 6% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. 86,6 prósent nefndu þó flokk.

Samfylking í sókn

Hér fyrir neðan er hægt að glöggva sig á fylgi flokka ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt könnun Gallup og hver úrslit kosninganna voru í október síðastliðnum. Helstu tíðindin eru þau að Samfylkingin er orðin stærri en Viðreisn og Björt framtíð, en Vinstri græn hafa einnig bætt við sig talsverðu fylgi.