*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. október 2014 07:38

Engar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá ríkinu

Ríkið vinnur ekki spár um mannaflaþörf fyrir næstu ár eða áratugi.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Við höfum lítið komist í þetta vegna þess að við erum ekki nógu mörg. Við hefðum gjarnan viljað vera með miklu betri tölfræði varðandi starfsmannamál,“ segir Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, í samtali við Fréttablaðið.

Þar kemur fram að engar upplýsingar liggi fyrir hjá ríkinu um fjarvistir og það vinni ekki spár um mannaflaþörf fyrir næstu ár eða áratugi. „Það eru engar spár til um hversu marga ríkisstarfsmenn gæti vantað til starfa á næstu árum og áratugum eða hvernig samsetning hópsins þyrfti að vera,“ segir Gunnar.

Segir hann jafnframt að menn finni verulega fyrir þörfinni á því að taka saman betri upplýsingar um starfsmannamálin og stöðugt sé verið að biðja um upplýsingar um þau. Ítrekar hann að tölurnar séu til en það vanti fólk til að vinna þær.