*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 5. ágúst 2020 13:46

Engar vísbendingar um afbókanir

Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri seg­ir að svo stöddu eng­ar vís­bend­ing­ar um að hert­ar aðgerðir und­an­farna daga vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafi leitt til af­bók­ana til Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skarp­héðinn Berg Stein­ars­son ferðamála­stjóri seg­ir að svo stöddu eng­ar vís­bend­ing­ar um að hert­ar aðgerðir und­an­farna daga vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafi leitt til af­bók­ana til Íslands. Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Þar með talið hjá ferðamönn­um frá Suður-Evr­ópu sem koma jafn­an síðar á sumr­in en ferðamenn frá Norður­lönd­un­um og Þýskalandi. „Mér þætti sér­kenni­legt ef eitt­hvað slíkt væri komið fram nú þegar. Markaður­inn er ein­fald­lega ekki svo næm­ur. Ég myndi ætla að þeir sem væru að koma hingað núna hefðu síður áhyggj­ur af veirunni,“ seg­ir hann.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir að ýms­ar leiðir séu fær­ar en Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna að sam­gönguráðuneytið ynni nú að því að setja reglu­gerð sem miðaði að því að tak­marka þann fjölda ferðamanna sem til lands­ins kem­ur ef þess ger­ist þörf.