Engin áform eru uppi um að ríkið sæki sér fé á erlendum lánsfjármörkuðum á næstunni nema til komi breyttar horfur eða breyttar forsendur, segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann tekur fram að fjármögnunin sé þó eitthvað sem sífellt þurfi að vega og meta.

„Ég myndi telja að háð því hvernig mál ráðast varðandi framkvæmd áætlunar um afnám fjármagnshafta þá kunni að vera ástæða til að meta það um mitt ár hvenær æskilegt sé að ríkið fari fram aftur. Mögulega væri líka rétt að skoða frekari uppgreiðslur á útistandandi lánum ef staða ríkisins á mörkuðum verður jafn sterk og hún hefur verið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.