Creditinfo Ísland hefur sett á markað nýja þjónustu sem heitir Kröfusafnsþjónusta. Henni er m.a. ætlað að reikna út líkur á vanskilum í kröfusafni fyrirtækja.

Nýlega kynnti Creditinfo Ísland til sögunnar nýja þjónustu undir nafninu Kröfusafnsþjónusta. Þar er stuðst við svo kallað CIP áhættumat til að reikna út hvaða upphæðir í kröfusafni fyrirtækja eru líklegar til að lenda í vanskilum á næstu 12 mánuðum.

CIP áhættumatið metur fyrirtæki út frá mörgum breytum, þar á meðal ársreikningum, hlutafélagaskrám, eignartengslum við önnur fyrirtæki, upplýsingar um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra, og mörgum öðrum þættum.

Reiknilíkanið er smíðað af Bretanum Paul Randall, sérfræðingi hjá Creditinfo Decision, systurfélagi Creditinfo Ísland, sem staðsett er í Tékklandi. Hann hefur starfað við skorgreiningar og gerð líkana til fjölda ára. ,

,Við finnum fyrir miklum áhyggjum hjá fyrirtækjum í þessu árferði og finnum greinilega fyrir þörf á slíkri þjónustu sem við bjóðum nú upp á,” segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Íslands.

,,Við heyrum af fyrirtækjum hvernig vanskil eru að aukast hjá viðskiptavinum þeirra, jafnvel um mörg hundruð prósent. Við finnum auðvitað fyrir því að þar sem engir peningar eru í umferð þá halda menn að sér höndum í rekstrinum og nýta þá fjármuni sem koma inn í helstu útgjöld, sem síðan hefur keðjuverkandi áhrif.”

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .