Stjórn Arion banka hefur sett áform um að dótturfélagið Valitor Holding verði greitt út sem arður til eigenda bankans til hliðar að því er Fréttablaðið greinir frá.

Ákvörðunin er sögð gilda að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hafa komið upp raddir á Alþingi um að banna slíka útgreiðslu verðmæta úr bankanum.

Meirihluta hluthafa, vogunarsjóðirnir og Kaupþing, sem jafnframt er í eigu vogunarsjóða, hafa nokkuð sóst eftir því að skilja Valitor frá samstæðunni með arðgreiðslu. Þannig myndu sjóðirnir, ásamt Goldman Sachs bankanum, fá auk 32% hlut í Arion banka eiga kauprétt að 21,4% hlut til viðbótar í Valitor.

Kauprétturinn er talsvert verðmætari en sem nemur bókfærðu virði Valitor samkvæmt reikningum Arion banka. Fleiri en alþingismenn hafa lýst sig mótfallin þessum hugmyndum, einnig má nefna Bankasýsla Ríkisins sem þangað til nýlega hélt á 13% hlut ríkisins í bankanum.

Stjórn Arion banka hyggst þess í stað leggja fyrir aðalfund bankans sem fram fer í dag að enginn arður verði greiddur út á þessu ári vegna reksturs þess síðasta að svo stöddu.

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: