Gunni og Kolla kynntu fyrir helgi nýtt merki, Freebird, en þau hjónin létu af störfum fyrr á árinu hjá Andersen & Lauth.

Aðspurður um reksturinn hjá Andersen & Lauth segir Gunni að rekstur slíks fatafyrirtækis krefjist mikils fjármagns. „Fyrstu þrjú árin, 2006-2009, var þetta ekkert mál því þá var endalaust hægt að fjármagna framleiðsluna en eftir hrun var allt lokað og læst. Þá stendur maður uppi með rekstur sem þarf mikið fjármagn, þarf mikla framleiðslu og þá þarf að bregðast við með því að selja hlutabréf.

Það er gallinn sem margir frumkvöðlar eru að kljást við í dag á Íslandi og úti um allan heim að það liggur ekkert fjármagn á lausu. En ég hef trú á því að fyrirtækið eigi örugglega eftir að standa sig vel með nýju fólki. Við viljum að það vaxi og dafni.“ Hann segir jafnframt ekki eftirsjá að Andersen & Lauth. „Þetta er bara eitt af því sem við höfum gert, GK er ennþá þarna og stendur sig vel.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.