*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 23. júlí 2020 14:05

Engin farþegaflug á MAX-737 í ár

Kyrrsetningu MAX-737 flugvélanna verður líklega ekki aflétt fyrr en í lok október og búist er við að farþegaflug hefjist ekki fyrr en á næsta ári.

Ritstjórn
epa

Farþegaflug á Boeing flugvélum af gerðinni 737-MAX munu líklegast ekki hefjast fyrr en snemma á næsta ári, tæpum tveimur mánuðum seinna en fyrri spár einstaklinga í flugiðnaðinum höfðu gert ráð fyrir vegna frekari tafa hjá eftirlitsaðilum. 

Nýjasta tímalínan miðast við að Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) muni ekki aflétta kyrrsetningar flugvélanna fyrr en í lok október eða í fyrri hluta nóvember. 

Þjálfun flugmanna, viðhaldsathuganir og lokasamþykki FAA fyrir hvert og eitt flugfélag verður líklega ekki lokið fyrr en í lok desember. Einungis þá munu MAX vélarnar fyrst verða tilbúnar fyrir farþegaflug. 

Sjá einnig: Max-vélarnar á loft í september?

Aðrir gera þó ráð fyrir að farþegaflug MAX vélanna munu frestast enn lengur. Farþegaflugunum gæti því seinkað til febrúar á næsta ári eða síðar, að mati heimildarmanns WSJ. Hann nefnir einnig vandamál venga vinnu í kringum þakkargjörðina og jólavertíðarinnar. Vandamál vegna prófa í flughermum gæti einnig seinkað tímaviðmiðunum.

Stikkorð: Boeing MAX-737