Ekki má snúa aftur til þeirrar fífldirfsku sem bankamenn hafa gerst sekir um og þörf er að sýna meiri fyrirhyggju í rekstri fjármálafyrirtækja.

Þetta var haft eftir Adair Turner, yfirmanni breska fjármálaeftirlitsins, í gær í kjölfar þess að breska ríkið kom RBS til bjargar.

Búist er við að breska ríkið muni fjárfesta fyrir 50 milljarða sterlingspunda í breska bankakerfinu til þess að styrkja stöðu þess, auk þess sem stjórnvöld munu tryggja skuldbindingar bankanna fyrir allt að 250 milljarða punda.