*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 11. október 2019 14:40

Engin flugleið til Madríd

Flugfélagið Norwegian mun hætta að fljúga milli Madríd og Íslands yfir vetrartímann sem var eina ferðin þar á milli á þeim árstíma.

Ritstjórn
Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri Norwegian Air.
epa

Norska flugfélagið, Norwegian, er eina félagið sem flýgur milli Íslands og höfuðborgar Spánar, Madríd, yfir vetrartímann. Það hyggst hins vegar leggja Íslandsflugið niður sem telst vera í samræmi við stefnumörkun stjórnenda að gera reksturinn arðbæran á ný. Þetta kemur fram á vef túrista.is.

Félagið hyggst samt sem áður halda áfram að fljúga til Íslands frá Madríd yfir sumartímann ásamt Icelandair og Iberia Express en síðastliðinn vetur komu um 25 þúsund Spánverjar til Íslands.

Stikkorð: Norwegian Madríd flugleiðir