Netflix greiddi engan fyrirtækjaskatt í Bretlandi á síðasta ári þrátt fyrir að félagið hafi hagnast um sem nemur 200 milljónum punda, eða um 38 milljarða króna. Þetta kemur fram í umfjöllun the Sunday Times um skattamál Netflix í Bretlandi.

Dagblaðið segir að hagnaður félagsins sé bókfærður úr Bretlandi til fyrirtækis sem er staðsett í Hollands og heitir Netflix International BV. Netflix International BV er þó skráð í Lúxemborg. Fyrirtækið sé með veltu sem nemi um 415 milljónum punda og hagnað sem nemi 11,3 milljónum punda. Fyrirtækið greiðir skatta í Lúxemborg sem nema um 574 þúsund pundum, eða um 5% af hagnaði.

Netflix greiðir þó virðisaukaskatt í Bretlandi en skattgreiðslur af því nema um 70 milljónum punda samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu.