Engin hætta er á því að meint brot, sem framin voru í aðdraganda eða í kringum bankahrunið, muni fyrnast þótt rannsókn á þeim dragist eitthvað á langinn, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, Sérstaks saksóknara.

„Öll alvarlegri brot sem við erum að rannsaka fyrnast á tíu árum og fyrningarfrestur rofnar þegar rannsókn hefst,“ segir hann. Öll helstu mál sem til rannsóknar eru hjá embættinu eru því í höfn hvað þetta varðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.