Markaðsaðilar virðast ekki hafa látið sigurvímuna frá því í gærkvöldi. hlaupa með sig í gönur. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% prósent í dag og Heildarvísitala um 0,17% á fyrsta viðskiptadegi eftir að karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt á HM í Rússlandi. Alls námu hlutabréfaviðskipti dagsins 1,9 milljörðum króna.

Eimskipafélagið lækkaði um 0,95% og Síminn um 0,75%.

Mest hækkuðu bréf í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone í viðskiptum dagsins eða um 3,73% en alls námu viðskipti með bréf félagsins 576 milljónum króna. Breytingar á gengi fjarskiptafélaganna koma í kjölfar þess að í gær var tilkynnt um að Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Fjarskipta á helstu eignum 365 miðla.

Þá hækkuðu bréf í Skeljungi næst mest eða um 1,49%.

3,4 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaði en Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,08% í dag.