Krónan hefur haldið sjó á móti evru síðan um miðjan ágúst. Í lok dags 19. september stóð evran í 127,2 krónur og hafði hækkað um 6,8% frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem er farið yfir stöðuna á gjaldeyrismarkaði. Aftur á móti hefur verið óveruleg breyting á móti Bandaríkjadal frá síðari hluta júní. Í lok dags 19. september, stóð dollarinn í 106,2 krónum og hefur lækkað um 6,1% frá áramótum.

Í yfirliti bankans segir að Seðlabanki Íslands hafi gripið einu sinni inn á gjaldeyrismarkaðinn í ágúst þegar hann seldi Seðlabankinn 9 milljónir evra eða því sem nemur 1,1 milljarð króna, fimmtudaginn 17. ágúst. Þann dag féll verð á evrunni um 2% gagnvart krónu. Það sem af er september hefur Seðlabankinn ekkert gripið inn í. Alls nam veltan á gjaldeyrismarkaði í ágúst 27,8 milljörðum króna eða 221 milljón evra, sem er sambærileg velta og seinustu fjóra mánuði.

Frá áramótum hafa innlán á erlendum gjaldmiðlum aukist um 45 milljarða króna. Vakti það athygli greiningaraðila að aukningin var langmest í dollurum. Að lokum er bent á að raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag lækkaði um 2,9% á milli mánaða í ágúst. Þrátt fyrir þessa lækkun er raungengið 7,7% hærra en í sama mánuði í fyrra.

Inngrip Seðlabanka Íslands
Inngrip Seðlabanka Íslands

Heimild: Landsbankinn.