Ekki verður gripið til samhæfðrar innspýtingar fjármagns á vettvangi Evrópusambandsins.

Þetta kom fram eftir fund leiðtoga sambandsins um ástandið á fjármálamörkuðum.

Hins vegar verður gripið til aðgerða til þess að vernda ákveðinn iðnað og viðhalda atvinnustigi á vettvangi sambandsins.

Hugmyndum hefur verið varpað fram að Evrópusambandið sjálft myndi grípa til sambærilegrar innspýtingar í hagkerfið og bandarísk stjórnvöld gripu til í vor.