Það eru ekki alltaf jólin á Wall Street. Hlutabréf hafa átt erfiða tvo daga í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Bandaríkjanna.

Enn á ný hefur ótti um heimskreppu gripið um sig meðal bandarískra fjárfesta samkvæmt Wall Street Journal.

Verslun gekk ekki vel í nóvember og er sérstaklega að merkja minni jólaverslun og minni bílakaup. Verslun minnkaði um 0,6% milli mánaða sem er mesti samdráttur milli mánaða allt þetta ár.

Dow Jones lækkaði um 2,25% í dag, S&P lækkaði um 2,49% og Nasdaq lækkaði um 3,23%.