Menntaskólinn Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudaginn, eins og stefnt var að. Ástæðan er sú að ekki nógu margir nemendur greiddu skólagjöld til þess að reksturinn gæti staðið undir sér. Fjallað er um málið á Vísi.

Menntaskólinn Hraðbraut hætti störfum árið 2012 vegna þess að þjónustusamningur stjórnvalda við skólann var ekki endurnýjaður.

Þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum rekstrarleyfi hefur þjónustusamningurinn ekki verið endurnýjaður, og því hefur ríkið ekki sett neina fjármuni í skólann.

Til stóð að hefja starfsemi í skólanum í haust og reka hann einungis fyrir skólagjöld nemenda, sem nema 890 þúsund krónum á ári. Einungis 30 nemendur sóttu hins vegar um skólavist og því var ljóst að skólagjöldin myndu ekki duga fyrir rekstrinum.