Sautján sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins þegar það var auglýst laust til umsóknar á nýjan leik. Þegar starfið var auglýst í fyrra skiptið í haust sóttu fjórir um það.

Umsóknarfrestur um starfi rann út 27. nóvember sl. Fram kemur í frétt frá Bankasýslunni að fjórir umsækjendur hafi dregið umsókn sína til baka.

Af sautján umsækjendum eru tveir sem sækja um það á nýjan leik. Það eru þeir Karl Finnbogason, sérfræðingur hjá Bankasýslunni, og Ólafur Örn Ingólfsson viðskiptafræðingur. Páll Magnússon og Kolbrún Jónsdóttir sækja ekki um starfið á ný. Engin kona er í hópi umsækjenda nú.

Umsækjendur eru:

  • Baldur Pétursson, ráðgjafi
  • Benedikt Guðmundsson, verkfræðingur
  • Björgólfur Thorsteinsson, ráðgjafi
  • Jón Jónsson, Bs.
  • Karl Finnbogason, staðgengill forstjóra
  • Kjartan Gunnarsson, skrifstofustjóri
  • Ólafur Örn Ingólfsson, viðskiptafræðingur
  • Snorri Jakobsson, sérfræðingur
  • Stefán Jónsson, viðskiptafræðingur
  • Sveinn Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur
  • Vilhjálmur Bjarnason, lektor
  • Þórður Jónsson, viðskiptafræðingur
  • Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhag- og lögfræðingur