Ekki er að sjá að kreppan í Evrópu hafi teljandi áhrif á þróunina í efnahagsmálum vestur í Bandaríkjunum og tölur þaðan hafa að mörgu leyti komið nokkuð á óvart. Þannig bendir flest til þess að hagvöxturinn í Bandaríkjunum verði meiri á síðasta fjórðungi ársins en hinum þremur.

JPMorgan Chase, Morgan Stanley og Macroeconomic Advisers hafa öll á síðustu vikum fært upp spár sínar um hagvöxt á fjórða ársfjórðungi og allir gera ráð fyrir að hann muni mælast yfir 3%. „Tölur sem komnar eru um einkaneyslu, almenna fjárfestingu og fjárfestingu í atvinnulífinu benda allar til þess að hagvöxturinn á fjórða ársfjórðungu muni mælast meiri en 3,3%,“ hefur Bloomberg eftir aðalhagfræðingi State Street Global Markets.

Fólk á göngu
Fólk á göngu
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)