Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hygðist ekki setja nein sérstök lög til að flýta fyrir álveri á Bakka.

Þetta kom fram í umræðum á Alþingi.

Þar spurði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, Össur út í auglýsingu sveitarstjórnarmanna og annarra forystumanna á Norðausturlandi.

Í auglýsingunni, sem hefur birst á heilsíðum dagblaða í vikunni, er skorað á ríkisstjórnina að taka ákvörðun um byggingu álvers á Bakka sem allra fyrst.

Össur sagði ríkisstjórnina fylgjandi álverinu og að hann vildi flýta framkvæmdum. Ekki kæmi þó til greina að setja sérstök lög.