Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í samtali við RÚV að rétt hafi verið að bíða með kosningar fram að hausti, eins og stefnt er að. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Bjarni viðurkennir að engin lausn sé hafin yfir gagnrýni og gerir sér grein fyrir því að hluti þjóðarinnar sé ósáttur með niðurstöðuna. Hins vegar vilji rúmur helmingur bíða með kosningar. Hann segir jafnframt að ekki sé hægt að stjórna landinu út frá skoðanakönnunum sem breytast frá degi til dags.

Hann kveðst finna fyrir fullum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins en viðurkenndi að flokksins biði mikil áskorun þegar kæmi að því að fá sem flesta kjósendur á bakvið sig í næstu kosningum.