Nýlegt álagspróf á bandaríska banka hefur ekki leitt í ljós neinar bókhaldsbrellur sem eiga að fela hugsanlegt tap í efnahagsreikningi þeirra. Þvert á móti eru þeir ágætlega varðir gegn hvers kyns áföllum, s.s. áhrifum skuldakreppunnar á evrusvæðinu, samkvæmt umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar af málinu.

Þetta kom fram í máli Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóra í Bandaríkjunum, en hann sat í dag fyrir eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings.

Niðurstöður álagsprófsins, sem seðlabankinn birti í síðustu viku, leiddi í ljós að 19 bankar búa yfir nægu eiginfé til að standast áföll á borð við aðra efnahagskreppu. Fjórir bankar, þ.á.m. Citigroup, gerði það hins vegar ekki.