Þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu er ekkert sem bendir sérstaklega til þess að bóla hafi myndast eða að lækkun sé framundan. Á það hefur þó verið bent að ef að verðbólga á þessum markaði fari ekki að hjaðna er allt eins líklegt að bóla muni myndast.

Breytingar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs auka nokkuð á óvissuna um þróun fasteignaverðs á næstunni en flestum ber hins vegar saman um að áhrifin verði mikið frekar til hækkunar en lækkunar fasteignaverðs. Nánar er fjallað um þetta mál í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag.