Það er engin miskunn sýnd á olíumörkuðum heimsins þó jólin séu að ganga í garð. Kuldi og snjór í Evrópu sjá fyrir því.

Hráolíuverð í framvirkum samningum stendur nú í 93,53 dollurum á tunnu á hrávörumarkaði í London og 90,42 dollurum í New York. Verð á olíumarkaði í London var skráð á 93,80 dollara við opnun í morgun en hefur farið hæst í viðskiptum dagsins í 93,91 dollar á tunnu.

Í New York var opnunarverðið 90,61 dollar á tunnu en hefur farið hæst í morgun í 90,79 dollara.