Engin niðurstaða fékkst á fundi fundi Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvega ráðherra um skiptingu makrílkvótans í London í dag. Fundurinn var að hluta sameiginlegur með aðild fjögurra aðila en að hluta í formi þríhliða viðræðna Íslands, Noregs og Evrópusambandsins og hins vegar Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins.

Á vefsíðu Atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að enn beri of mikið á milli viðræðuaðila. Á hinn bóginn hafi fundarmenn hafi verið sammála um að samningsumleitanir haldi áfram á reglubundnum haustfundi strandríkjanna og voru þeir jafnframt sammála um mikilvægi þess að virða vísindalega ráðgjöf.