Veruleg seinkun hefur orðið á að innleiða notkun greiðslukorta með örgjörva, svokölluð ?kort og pin" greiðslukort. Visa Ísland hefur þó hafið útgáfu á slíkum kortum, en hvorki verslanir né aðrir söluaðilar hafa komið sér upp virkum búnaði sem skilar slíkum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölgreiðslumiðlun, sem er í eigu banka og greiðslukortafyrirtækja og annast undirbúning þessa nýja greiðslumáta, er enn unnið að undirbúningi málsins.

Vitað er að stórir innlendir söluaðilar hafa ekki hafið neinn undirbúning að móttöku ?kort og pin" greiðslukortanna.

Byggt á frétt í fréttapósti SVÞ.