Aðeins einn fimmti eignasafns fasteignafélagsins Novator Properties er á Íslandi og þess vegna mun þróun á fasteignamarkaði, sem spáð hefur verið hér á landi, hafa lítil áhrif á félagið.

Þetta segir Sveinn Björnsson, forstjóri Novator Properties. Félagið varð til fyrir stuttu, þegar Samson Properties rann inn í félagið og hópur fjárfesta, erlendra og innlendra, keypti þriðjungshlut í því.

Samson Properties var í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þeir eiga 70% í hinu nýja félagi en Sveinn vill ekki gefa upp aðra fjárfesta í hópnum.

Inntur eftir horfum fyrir Novator Properties segir Sveinn félagið standa vel: „Við erum ánægðir með þær breytingar sem urðu á félaginu við innkomu nýrra hluthafa. Fjármögnun félagsins er jafnframt góð og lítið áhyggjuefni.“

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .