Ég hef aldrei haft hugmyndaflug í að það sé ögrun að setja blað í ræðupúlt Alþingis, að sögn Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann rifjaði upp að Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, brást reið við þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skaust að ræðupúltinu undir erindi Katrínar í gær þar sem hún ræddi um skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB og lagði þar dagskrá Alþingis. Katrín gekk í snarhasti frá ræðupúltinu og kallaði Bjarna „helvítis dóna“.

Katrín baðst síðar afsökunar á ummælum sínum.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis þurfi þá sem oftar í gær að biðja þingmenn um að gæta orða sinna og trufla ekki aðra þingmenn, hvorki með orðum né athöfnum.

Guðlagur sagði það hafa margoft fyrir að einhver setti miða eða annað á ræðupúltið. Hann hafi ekki litið á það sem ögrun.